Sustainability Action Plan

English below. 

Coca-Cola European Partners á Íslandi kynnir stolt nýja sjálfbærniáætlun sem hefur verið þróuð af The Coca-Cola Company í Vestur-Evrópu og Coca-Cola European Partners.

Sjálfbærni er kjarnaþáttur í viðskiptum okkar en hin nýja áætlun undirstrikar ennfremur framtíðarmarkmið okkar. Sjálfbærniáætlunin er djörf og inniheldur mælanleg markmið en hún mun stika leiðina að betra samfélagi og mun vonandi hvetja önnur fyrirtæki á Íslandi til að gera slíkt hið sama. Við ætlum að setja ný viðmið og skora þannig bæði á okkur sjálf og samstarfsaðila okkar.

Við einblínum á þrjár stefnumarkandi áherslur

Drykkir – Við ætlum að vera alhliða drykkjaframleiðandi og bjóða neytendum enn meira úrval af sykurskertum drykkjum. 
Umbúðir – Við stefnum að því að endurheimta allar okkar umbúðir svo þær endi ekki sem rusl á víðavangi eða á hafi úti.
Samfélagið – við ætlum að vera afl til góðra verka og berjast fyrir fjölbreytni og virkri þátttöku allra og efnahagslegri þróun, með starfsfólki okkar og í nærsamfélaginu.
Þessar megináherslur verða einnig studdar þremur lykilatriðum er snúa að ábyrgri viðskiptahegðun:

Loftslag – Við ætlum að leggja alþjóðlegri loftslagsbaráttu lið og helminga kolefnisútblástur okkar og eingöngu kaupa rafmagn sem framleitt er alfarið úr endurnýjanlegum orkugjöfum.
Vatn – Við ætlum að umgangast vatn af fyllstu virðingu og samkvæmt ýtrustu gæðakröfum í öllum viðskiptum og í virðiskeðjunni allri. 
Aðfangakeðjan – Okkar helstu landbúnaðaraðföng og hráefni skulu vera vera framleidd og keypt með sjálfbærum og ábyrgum hætti.

Í sjálfbærniáætluninni má finna nákvæmari útlistanir á öllum þessum þáttum, ásamt skýrum og tímasettum markmiðum.

Sjálfbærni er verkefni sem sífellt þarf að huga að og við getum alltaf bætt okkur og gert betur.

Saman getum við haft stór áhrif á framtíðina og framtíð barnanna okkar.

 

 

Coca-Cola European Iceland is proud to introduce its new Sustainability Action Plan, which has been developed in partnership with The Coca-Cola Company in Western Europe and Coca-Cola European Partners.

Sustainability is a core value of our business and the new Sustainability Action Plan further underlines our goals for the future. With its bold approach and measurable targets, The Sustainability Action Plan will mark the way for a better society and will hopefully inspire other companies in Iceland to follow suit. We are going to set new standards, challenging both ourselves and our partners up and down the value chain.

We are focused on three leadership priorities:

Drinks – we will be offering consumers an even greater choice of drinks with reduced sugar.
Packaging – we’ll collect all of our packaging so that none of it ends up as litter or in the oceans.
Society – we’ll be a force for good by championing inclusion and economic development in society, with our employees and our communities.
These priorities will be underpinned by three supporting actions:

Climate – we’ll contribute to global efforts on climate change by halving our direct carbon emissions and purchasing 100% renewable electricity.
Water – We’ll handle water with the highest standards of care across our business and our value chain.
Supply chain - We’ll source our main agricultural ingredients and raw materials responsibly and sustainably.
Each of these priorities and supporting actions are further defined in the Sustainability Action Plan with clear targets and timelines.

Sustainability is an ongoing project and we can always do better. United we can have a great impact on our future and the future of our children. 

Allar plastflöskur verða úr 100% endurunnu plasti árið 2021

Allar plastflöskur verða úr 100% endurunnu plasti árið 2021
Notkun á nýju plasti mun minnka um 530 tonn á ári á Íslandi.
Kolefnisfótspor Coca-Cola á Íslandi vegna plastflaskna minnkar um 44%.
Plast getur verið umhverfisvænt – ef því er safnað og það endurunnið í lokuðu hringrásarhagkerfi!Allar plastflöskur sem Coca-Cola á Íslandi framleiðir verða úr 100% endurunnu plasti (rPET) frá og með fyrsta ársfjórðungi, 2021. „Við erum einn stærsti matvælaframleiðandi landsins en því fylgir skylda og ábyrgð. Með því að skipta yfir í rPET fer notkun á nýju plasti niður um 530 tonn (86%) á hverju ári og minnkar kolefnafótspor framleiðslunnar vegna plastflaskna um sem nemur ígildi 400 tonna af koltvísýringi (CO2),“ segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi og á breytingin við um allar plastflöskur í öllum vörumerkjum sem fyrirtækið framleiðir á Íslandi. „Það var markmið okkar að ná rPET úr 25% upp í 50% fyrir árið 2025 en við höfum flýtt því markmiði samhliða þátttöku í Net Zero 2040 áætluninni hjá Coca-Cola European Partners (CCEP), sem verður einnig kynnt í dag. Þessi skipti yfir í 100% endurunnið plast er stórt skref fram á við í átt að hringrásarhagkerfinu. rPET sem er hluti af hringrásarhagkerfi getur haft minna kolefnisfótspor en nokkrar aðrar umbúðategundir fyrir drykki.“

Sjálfbærni í forgangi 
 „Við höfum unnið ötullega að því að gera umbúðir okkar umhverfisvænni á undanförnum árum. Meðal aðgerða hefur verið að létta plastflöskur, sem sparaði plastnotkun um 6-14% , nota léttari tappa, sem sparaði um 6 tonn af plasti á ári, og skipta út pappír fyrir plast í ytri umbúðum. Þá fer allt plast sem fellur til við framleiðslu eða rekstur okkar til Pure North í Hveragerði sem endurvinnur plastið með umhverfisvænum orkugjöfum þar sem jarðvarmi er í aðalhlutverki ,“ útskýrir Einar Snorri.  

Net Zero 2040 áætlun CCEP er metnaðarfull, með skýrum markmiðum og dagsetningum. Þar má nefna að draga á úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda þvert á alla aðfangakeðjuna um 30% fyrir árið 2030, þ.m.t. losun skv. umfangi 1, 2, og 3 (bein og óbein losun), en miðað er við grunnár 2019. Þá er stefnt á að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040, í samræmi við Parísarsamkomulagið um að ná að halda hlýnun jarðar undir 1,5 ˚C. Þess má einnig geta að Coca-Cola á Íslandi er í samstarfi við sérfræðinga hjá Klöppum sem aðstoða fyrirtækið við gerð nákvæms kolefnisbókhalds.

Alþjóðleg skuldbinding um að endurvinna plast
Endurvinnslan ehf. sér um að senda allar plastumbúðir sem safnast til endurvinnslu erlendis. Hollenska fyrirtækið Morssinkhof kaupir plastið og selur það endurunnið til umbúðabirgja okkar þar sem það verður að flöskum úr endurunnu plasti. 

Skiptin yfir í endurunnið plast eru hluti af sjálfbærnistefnu CCEP og The Coca-Cola Company í Vestur-Evrópu, Áfram veginn (e. This is Forward) þar sem fyrirtækin heita því að tryggja að a.m.k. 50% af plastflöskunum verði úr rPET. Átakið hefur nú verið stóreflt og nýtt markmið er að engar plastflöskur verði framleiddar úr nýju plasti innan áratugs.  „Við verðum eitt af fyrstu löndunum til að ná þessu markmiði ásamt Noregi, Svíþjóð og Hollandi, en til þess að þetta sé mögulegt þurfa lönd að uppfylla ákveðnar grunnforsendur, til að mynda að endurvinnsluhlutfall sé hátt og endurvinnslan sjálf sé skilvirk,“ útskýrir Einar Snorri og bætir við að plast geti verið sjálfbær umbúðakostur ef því er safnað og það endurunnið í hringrásarhagkerfi.