Hlutverk og stefna

 • Hlutverk
  Fara efst
 • Coca-Cola European Partners Ísland (CCEP) er markaðs- og þjónustufyrirtæki sem telur það hlutverk sitt að bjóða ávallt fjölbreytt og spennandi vöruval, fyrst og fremst á sviði drykkjarvöru, fyrir íslenskan markað en leitast þó jafnframt við  að færa út kvíarnar á erlendum mörkuðum.

 • Viðskiptavinir CCEP sjá sér hag af samstarfi við  fyrirtækið vegna þess að þeir njóta ávinnings af þeim markaðslegu verðmætum sem tekist hefur að byggja upp og felast  í vörum félagsins ásamt þekkingu, skipulagi, vel skilgreindu þjónustustigi, reynslu og hæfni.

 • Vara sem fellur að jákvæðum og heilbrigðum lífsstíl neytenda uppfyllir þarfir þeirra um leið og þeim er færð eftirsóknarverð upplifun á meðan þeir neyta  hennar.

 • Öryggisstefna
  Fara efst
 • Við hjá Coca-Cola European Partners Ísland setjum heilbrigðis- og öryggismál starfsmanna í öndvegi. Við teljum mikilvægt að allir starfsmenn starfi í starfsumhverfi þar sem heilsa og öryggi þeirra eru tryggð. Lögð er áhersla á að byggja upp sterka öryggisvitund meðal allra starfsmanna til að fyrirtækið geti boðið upp á slysalaust umhverfi.  Öllum kröfum í lögum og reglugerðum skal fylgt og stöðugt skal unnið að umbótum til að stuðla að auknu öryggi allra sem að starfseminni koma.

  Stjórnendur og starfsmenn skulu vinna sameiginlega að þessum markmiðum með því að: 

  • Vera stöðugt vakandi fyrir öryggismálum og þeim fyrirbyggjandi aðgerðum sem þörf er á hverju sinni.
  • Allir innan fyrirtækisins vinni með samstilltu átaki að öryggismálum;
  • Öryggismál verði órjúfanlegur hluti af öllum daglegum störfum með því að byggja upp jákvæð viðhorf með fræðslu og hópastarfi;
  • Áhættugreiningar og mælingar á árangursvísum verði stöðugt í endurskoðun;
  • Sækjast eftir nánu samstarfi við fyrirtæki Coca-Cola til að styðja við öryggisstarf fyrirtækisins.
 • Gæðastefna
  Fara efst
 • Leiðarljós

  Starfsmenn CCEP skulu ávallt hafa óskir viðskiptavina og neytenda  að leiðarljósi og reyna allt sem þeir geta til að uppfylla væntingar þeirra  um vörugæði og þjónustu.

 • Gæðakerfi

  CCEP viðheldur vottuðu gæðakerfi samkvæmt kröfum The Coca-Cola Company, sem settar eru fram í staðlinum The Coca-Cola Management System, og kröfum alþjóðastaðalsins ISO-9001.

 • Öryggi

  Öryggi neytenda er ávallt haft í fyrirrúmi. Jafnframt skal öryggi starfsfólks og eigna tryggt í samræmi við öryggisstefnu fyrirtækisins.

 • Framkvæmd

  Gæðakerfið skal vera eðlilegur og órjúfanlegur hluti af vinnuumhverfinu og veita stuðning við dagleg störf. Allir starfsmenn hljóti þá þjálfun sem nauðsynleg er til að tryggja gæði vöru, markaðsstarfs og þjónustu. Stöðugt skal unnið að umbótum á verklagi og verkferlum.

 • Umhverfisstefna
  Fara efst
 • Almennt
  1.

  CCEP hefur sett fram umhverfisstefnu og vill með henni lýsa yfir ábyrgri afstöðu til þeirra umhverfisáhrifa sem starfsemi þess hefur í för með sér. Einnig felur hún í sér vilja til þess að fyrirtækið vinni að endurbótum ástarfsháttum sínum þannig að það leiði til jákvæðrar þróunar. Umhverfisstefnan verður, fyrst um sinn, endurskoðuð einu sinni á ári og árangur af umhverfisstarfi metinn.

 • Umhverfisstefnan
  2.
  • CCEP mun leitast við vernda og bæta umhverfið með því :
  • Þekkja, skrá og meta þau umhverfisáhrif sem af starfsemi félagsins leiðir
  • Uppfylla viðeigandi kröfur stjórnvalda og samstarfsaðila í umhverfismálum
  • Vinna að stöðugum umbótum í umhverfismálum í samvinnu við almenning, viðskiptavini og stjórnvöld
  • Lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið með aðgerðum sem:
  1. draga úr mengun og losun úrgangs
  2. stuðla að aukinni endurvinnslu
  3. auka vægi endurnýjanlegra orkugjafa í starfseminni

  CCEP telur virðing starfsfólks fyrir náttúru og umhverfi lykill árangursríku umhverfisstarfi og mun því hvetja, beint og óbeint, til hollrar útivistar og ábyrgrar hegðunar gagnvart umhverfinu.


Allar plastflöskur verða úr 100% endurunnu plasti árið 2021

Allar plastflöskur verða úr 100% endurunnu plasti árið 2021
Notkun á nýju plasti mun minnka um 530 tonn á ári á Íslandi.
Kolefnisfótspor Coca-Cola á Íslandi vegna plastflaskna minnkar um 44%.
Plast getur verið umhverfisvænt – ef því er safnað og það endurunnið í lokuðu hringrásarhagkerfi!Allar plastflöskur sem Coca-Cola á Íslandi framleiðir verða úr 100% endurunnu plasti (rPET) frá og með fyrsta ársfjórðungi, 2021. „Við erum einn stærsti matvælaframleiðandi landsins en því fylgir skylda og ábyrgð. Með því að skipta yfir í rPET fer notkun á nýju plasti niður um 530 tonn (86%) á hverju ári og minnkar kolefnafótspor framleiðslunnar vegna plastflaskna um sem nemur ígildi 400 tonna af koltvísýringi (CO2),“ segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi og á breytingin við um allar plastflöskur í öllum vörumerkjum sem fyrirtækið framleiðir á Íslandi. „Það var markmið okkar að ná rPET úr 25% upp í 50% fyrir árið 2025 en við höfum flýtt því markmiði samhliða þátttöku í Net Zero 2040 áætluninni hjá Coca-Cola European Partners (CCEP), sem verður einnig kynnt í dag. Þessi skipti yfir í 100% endurunnið plast er stórt skref fram á við í átt að hringrásarhagkerfinu. rPET sem er hluti af hringrásarhagkerfi getur haft minna kolefnisfótspor en nokkrar aðrar umbúðategundir fyrir drykki.“

Sjálfbærni í forgangi 
 „Við höfum unnið ötullega að því að gera umbúðir okkar umhverfisvænni á undanförnum árum. Meðal aðgerða hefur verið að létta plastflöskur, sem sparaði plastnotkun um 6-14% , nota léttari tappa, sem sparaði um 6 tonn af plasti á ári, og skipta út pappír fyrir plast í ytri umbúðum. Þá fer allt plast sem fellur til við framleiðslu eða rekstur okkar til Pure North í Hveragerði sem endurvinnur plastið með umhverfisvænum orkugjöfum þar sem jarðvarmi er í aðalhlutverki ,“ útskýrir Einar Snorri.  

Net Zero 2040 áætlun CCEP er metnaðarfull, með skýrum markmiðum og dagsetningum. Þar má nefna að draga á úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda þvert á alla aðfangakeðjuna um 30% fyrir árið 2030, þ.m.t. losun skv. umfangi 1, 2, og 3 (bein og óbein losun), en miðað er við grunnár 2019. Þá er stefnt á að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040, í samræmi við Parísarsamkomulagið um að ná að halda hlýnun jarðar undir 1,5 ˚C. Þess má einnig geta að Coca-Cola á Íslandi er í samstarfi við sérfræðinga hjá Klöppum sem aðstoða fyrirtækið við gerð nákvæms kolefnisbókhalds.

Alþjóðleg skuldbinding um að endurvinna plast
Endurvinnslan ehf. sér um að senda allar plastumbúðir sem safnast til endurvinnslu erlendis. Hollenska fyrirtækið Morssinkhof kaupir plastið og selur það endurunnið til umbúðabirgja okkar þar sem það verður að flöskum úr endurunnu plasti. 

Skiptin yfir í endurunnið plast eru hluti af sjálfbærnistefnu CCEP og The Coca-Cola Company í Vestur-Evrópu, Áfram veginn (e. This is Forward) þar sem fyrirtækin heita því að tryggja að a.m.k. 50% af plastflöskunum verði úr rPET. Átakið hefur nú verið stóreflt og nýtt markmið er að engar plastflöskur verði framleiddar úr nýju plasti innan áratugs.  „Við verðum eitt af fyrstu löndunum til að ná þessu markmiði ásamt Noregi, Svíþjóð og Hollandi, en til þess að þetta sé mögulegt þurfa lönd að uppfylla ákveðnar grunnforsendur, til að mynda að endurvinnsluhlutfall sé hátt og endurvinnslan sjálf sé skilvirk,“ útskýrir Einar Snorri og bætir við að plast geti verið sjálfbær umbúðakostur ef því er safnað og það endurunnið í hringrásarhagkerfi.