CCEP fær umhverfisviðurkenningu Terra

CCEP fær umhverfisviðurkenningu Terra
19. maí 2021
Árlega veitir Terra umhverfisviðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í flokkun og endurvinnslu og CCEP á Íslandi varð fyrir valinu í ár en þau hafa verið með mjög hátt endurvinnsluhlutfall mörg ár í röð. Endurvinnsluhlutfallið sýnir okkur hversu stór hluti af því sem til fellur hjá þeim eru flokkuð endurvinnsluefni miðað við hvað fer í urðun. 
Eins tóku þau stórt skref við innleiðingu á umbúðum úr endurunnu plasti sem er mikilvægt þegar Terra horfir til hringrásarinnar - að við nýtum endurunna plastið.