Skilagjald og álögur á drykkjarvöruumbúðir hækka

Skilagjald og álögur á drykkjarvöruumbúðir hækka
29. apríl 2021

Skilagjald og álögur á drykkjarvöruumbúðir hækka um næstu mánaðarmót 

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989 sem taka gildi 1. maí næstkomandi.  Helsta breytingin er sú að grunnupphæð skilagjalds hækkar úr 14,41 krónu í 16,22 krónur án VSK eða úr 16 í 18 krónur hjá þeim sem skila umbúðum í Endurvinnsluna.   Að auki hækkar umhverfisskattar, eða svokölluð umsýsluþóknun um 0,6 – 1,1 krónu á umbúð nema umbúðir úr gleri sem hækka um 5,5-7 krónur á umbúð.    

Hér að neðan er tafla yfir breytingar á grunnskilagjaldi og álagi. Aftasti dálkurinn sýnir þau áhrif sem breytingin hefur á hverja umbúðategund fyrir sig.

 

 

Þá borgar núna veitingarekstur í Leifstöð skila- og umsýsluþóknun á það sem selt er í veitingarekstri fyrir utan sterk vín og léttvín.  

Nánar um málið á vef alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1298.html

Vinsamlegast hafið samband við Viðskiptaþjónustu CCEP í síma 525-2500 eða í gegnum info@ccep.is ef spurningar vakna.