Nýtt Coke án sykurs

Nýtt Coke án sykurs
15. apríl 2021

Breytingar á Coke án sykurs

Í apríl verða gerðar stórar breytingar á Coca-Cola án sykurs þegar drykkurinn fær bæði nýtt útlit og endurbætt og frískandi bragð. 

Með endurbættri uppskrift færist bragðið á Coke án sykurs enn nær hinu klassíska Coca-Cola. „Við erum sannfærð um að nýja bragðið muni vera eitthvað sem neytendur munu elska og Coca-Cola aðdáendur sem eru að leita sér að sykurlausum valkosti munu vilja smakka. Vöruþróun okkar einblínir nú fyrst og fremst á sykurlausar og sykurminni vörur. Það hefur verið mikil aukning í sölu á drykkjum með minna sykurinnihaldi síðustu ár og viljum við koma til móts við þá neytendur, en einnig er þetta hluti af skuldbindingu okkar um að minnka sykurmagn í drykkjarföngum.  Við höfum minnkað sykurmagn mælti í grömmum á lítra svo um munar eða um 30% á síðustu 10 árum og er þetta hluti af okkar vegferð í þeim efnum að gera enn betur“ segir Helga Þórðardóttir, vörumerkjastjóri hjá Coca-Cola á Íslandi.

Besta Coke allra tíma?

Samhliða endurbættu bragði verður útlitið á Coke án sykurs einfaldað og er nú beintengt vörumerki Coca-Cola, sem er eitt þekktasta vörumerki heims. Aðgreiningin á vörunum tveimur er svart logo fyrir Coke án sykurs og hvítt fyrir Coca-Cola Original Taste. Til að styðja við þessa breytingu verður nýrri og gagnvirkri auglýsingaherferð hleypt af stokkunum undir slagorðunum: „Besta Coke allra tíma?“ Þetta er einföld spurning til neytenda en spyr um stóra hluti: Hvað ef þér finnst nýja Coke án sykurs vera besta Coke allra tíma? Þá verða neytendur jafnt sem áhrifavaldar hvattir til að taka þátt í samtalinu á samfélagsmiðlum. 

Nýja uppskriftin, útlitsbreytingin og herferðin fyrir Coke án sykurs hefur nú þegar verið sett af stað í Bretlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. 

Hafðu augun opin fyrir Coke án sykurs í nýjum búningi og nýju bragði um miðjan apríl 2021.