Engin dagskrá á Öskudag – Styrkjum Fjölskylduhjálp Íslands í staðinn

Engin dagskrá á Öskudag – Styrkjum Fjölskylduhjálp Íslands í staðinn
16. febrúar 2021

Engin dagskrá á Öskudag – Styrkjum Fjölskylduhjálp Íslands í staðinn

Við tökum ekki á móti börnum í sælgætisleiðangri þetta árið vegna sóttvarnartilmæla.  

Tilmæli almannavarna til foreldra og forráðamanna eru þau að halda börnum í sínu nærumhverfi og senda þau ekki í sælgætisleiðangra. 

Coca-Cola á Íslandi mun að sjálfsögðu styðja tilmæli almannavarna og því munum við ekki taka á móti börnum í ár eins og staðið hafði til.
Þess í stað munum við styrkja Fjölskylduhjálp Íslands með vörum sem við annars myndum gefa vegna Öskudagsins.

Starfsfólk Coca-Cola á Íslandi