Innköllun á tveimur tegundum af Monster drykkjum

Innköllun á tveimur tegundum af Monster drykkjum
09. janúar 2021

Innköllun á tveimur tegundum af Monster drykkjum

Monster Ltd og CCEP, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað tvær gerðir af Monster orkudrykkjum: Monster Lewis Hamilton LH44 og Monster Vanilla Espresso. Allar aðrar tegundir Monster drykkja, svo sem Monster Green og Ultra, verða ekki fyrir áhrifum vegna þessarar innköllunar.

Monster Lewis Hamilton og Vanilla Espresso innihalda aukefni fyrir matvæli E 1520 (própýlenglýkól) sem er umfram hámarksstyrks reglugerðar ESB. Aukefnið er notað í mörgum matvælum og er styrkur þess innan leyfilegra marka á öðrum stöðum í heiminum, þar á meðal Bandaríkjunum og Kanada.

Staðfest hefur verið að engin matvælaöryggisáhætta felist í neyslu drykkjanna en þar sem styrkur aukefnisins er umfram lögleg mörk vinna Monster og dreifingaraðilar þess að innköllun vörunnar af markaði.

  • Monster Lewis Hamilton LH 44 var dreift til eftirfarandi verslana: Aðföng (Hagkaup), Fjarðarkaup, Heimkaup, Iceland, Kjörbúðin, Krambúðin, Melabúðin, Miðstöðin, N1, Nettó, Tíu-ellefu, Kassinn.
  • Monster Vanilla Espresso var dreift til eftirfarandi verslana: Aðföng (Hagkaup), Fjarðarkaup, Iceland, Kjörbúðin, Krambúðin, Nettó, Póló, Tíu-ellefu, Vegamót Bíldudal, Video-markaðurinn.

Viðskiptavinum og neytendum sem keypt hafa ofangreindar vörur er bent á að skila henni til CCEP á Íslandi að Stuðlahálsi 1 í Reykjavik gegn endurgreiðslu. 

Nánari upplýsingar um innköllun vörunnar má fá í gegnum tölvupóst á info@ccep.is.