Sérfræðingur í Supply Planning – tímabundið starf

Sérfræðingur í Supply Planning – tímabundið starf
20. maí 2020

Vegna fæðingarorlofs er laust tímabundið starf sérfræðings í áætlanagerð hjá CCEP.

Í starfinu felst umsjón og ábyrgð á gerð framleiðslu- og innkaupaáætlana fyrir CCEP á Íslandi. Starfsmaður ber ábyrgð á gerð framleiðsluskipulags í samstarfi við stjórnendur á vörustjórnunarsviði.

 

Jafnframt fylgir starfinu eftirfylgni og greining á frammistöðu árangursmælikvarða í innkaupum og áætlanagerð, útreikningar á kostnaðarverðum og þátttaka í vöruþróunarverkefnum.

 

Sérfræðingur í áætlanagerð tekur þátt í ýmiss konar teymisvinnu með frábæru samstarfsfólki hérlendis og erlendis og er þátttakandi í ferla- og umbótaverkefnum í samráði við yfirmann.

 

Ráðningartíminn er í 9 mánuði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst nk.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði verkfræði
  • Haldbær reynsla af notkun Excel og greiningarvinnu
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti 
  • Sjálfstæð vinnubrögð og greinandi hugsun 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í hópi 
  • Geta til að vinna undir álagi og bera ábyrgð 
  • Sveigjanleiki, víðsýni og hæfni til að vinna í flóknu umhverfi er mikilvæg til að ná árangri

 

Hægt er að sækja um starfið hér.  

Nánari upplýsingar veitir Vala Rún Gísladóttir forstöðumaður á vörustjórnunarsviði vala@ccep.is og Sonja M. Scott sonja@ccep.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk.