Matvælaöryggi og gæði er í forgangi hjá okkur!

Matvælaöryggi og gæði er í forgangi hjá okkur!
19. mars 2020

Covid-19 hefur áhrif á starfsemi Coca-Cola European Partners eins og allra annarra.  Við höfum gert ýmsar ráðstafanir undanfarnar vikur varðandi aukið hreinlæti, aðskilnað starfsfólks, forgangsröðun verkefna og framleiðslu.  Vegna samkomubanns höfum við hert enn frekar á aðgerðum og nú vinna allir starfsmenn að heiman sem geta og er nú móttaka gesta og viðskiptavina á Stuðlahálsi lokuð.  Fyrirspurnir og pantanir er afgreiddar í gegnum síma, 525 2500 eða tölvupóst viðskiptaþjónustu, thjonusta@ccep.is.  Við leggjum allt okkar kapp á að halda framleiðslu, vöruhúsi og dreifingu gangandi til að tryggja áfram óskerta þjónustu til viðskiptavina okkar. 

Matvælaöryggi og gæði eru forgangsmál hjá Coca-Cola og leggjum við ofurkapp á að uppfylla ströngustu gæðakröfur og gæðastaðla sem þekkjast í matvælaframleiðslu, bæði innanlands og alþjóðlega, og viljum helst gera enn betur en þar er kveðið á um.  Coca-Cola European Partners er leiðandi á Íslandi hvað varðar gæðastaðal, úttektir og stefnur og vinnur undir ströngu eftirliti hvað varðar gæði og matvælaöryggi.   

Gæðastaðlar sem við vinnum eftir eru: 
ISO 22000 síðan 2013 - Matvælaöryggisstjórnunarkerfi 
ISO 9001 síðan 2011 - Altækt gæðastjórnunarkerfi 
ISO 14001 síðan 2011 - Umhverfisstjórnunarkerfi 
ISO/OSHAS 18001 síðan 2013 - Öryggisstjórnunarkerfi 

Í ljósi heimsfaraldurs vegna Covid-19  höfum við til viðbótar við okkar ströngu almennu gæðakröfur og vinnulag gert ýmsar viðbótarráðstafanir undanfarnar vikur varðandi aukið hreinlæti, aðskilnað starfsfólks og forgangsröðun í framleiðslu. 

Kær kveðja,
Starfsfólk Coca-Cola European Partners á Íslandi