Stuðningur við góðgerðarstarf!

Stuðningur við góðgerðarstarf!
13. desember 2019

Í gegnum árin hefur Coca-Cola á Íslandi reglulega lagt góðgerðarfélögum lið og þá sérstaklega yfir hátíðarnar. En þessi góðgerðarfélög vinna öll mikilvægt starf og eru t.a.m. reglulega með matarúthlutanir til þeirra sem minna hafa. 

Fyrir komandi jól styrktum við Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Hjálpræðisherinn í Reykjavík, Kvennaathvarfið, St.Jósepskirkju, Vonina Hjálparstarf og Samhjálp. 

Fólkið sem starfar fyrir þessi félög eru að vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf og það er ljúft og gott að geta lagt þeim lið.

 Hér eru myndir af afhendingu á vörum hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Voninni Hjálparstarfi.