Verðhækkun 6. ágúst 2019

05. júlí 2019
Kæri viðskiptavinur,

Þann 6. ágúst næstkomandi tekur gildi nýr verðlisti hjá Coca-Cola European Partners Ísland ehf. Breytingarnar felast í 3,0% hækkun á verðlista.  Helsta ástæða breytingarinnar er veiking íslensku krónunnar sem hefur leitt af sér aukinn kostnað við innkaup og flutning á fullunnum vörum, umbúðum og hráefnum til framleiðslu.

Virðingarfyllst, 
Markaðs- og sölusvið CCEP Íslandi