HM auglýsing Coca-Cola hlaut Lúðurinn fyrir bestu kvikmynduðu auglýsinguna á árinu 2018

HM auglýsing Coca-Cola hlaut Lúðurinn fyrir bestu kvikmynduðu auglýsinguna á árinu 2018
11. mars 2019

Föstudaginn 8. Mars var Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin veitt í 33. sinn. Að þessu sinni var CCEP tilnefnt til þriggja verðlauna, fyrir HM auglýsinguna Saman frá Coca-Cola í flokknum Kvikmyndaðar auglýsingar og umbúðabreytingar hjá Víking og Hámark í flokknum Mörkun – ásýnd vörumerkis.

Keppnin í flokknum Mörkun og ásýnd vörumerkis hefur aldrei verið harðari og fögnum við því að hafa náð inn tveimur tilnefningum af um 30 innsendingum í þennan flokk en það var Þjóðminjasafnið sem á endanum stóð uppi sem sigurvegari.

HM auglýsing Coca-Cola sem fór sigurför um landið og heim allan stóð uppi sem sigurvegari í flokknum kvikmyndaðar auglýsingar og eru þessi verðlaun sönnun þess að vel hafi verið staðið að einni stærstu herferð sem Coca-Cola hefur sett saman í mjög langan tíma enda ekki á hverjum degi sem Ísland fer á HM en Coca-Cola er einmitt einn af aðalstyrktaraðilum bæði keppninnar sjálfrar og Íslenska landsliðsins í knattspyrnu og hefur verið það í rúmlega 30 ár.

Fyrirtækið er mjög ánægt með þennan glæsilega árangur og hlakkar til að takast á við ný verkefni á þessu ári þar sem mikið af nýjum og spennandi hlutum eru í vinnslu og aldrei að vita nema fleiri verðlaun komi í hús á næstu Ímark hátíð.

Hér er hægt að sjá auglýsingu Coca-Cola