Kaffihátíð 2019

Kaffihátíð 2019
19. febrúar 2019

CHAQWA og EXPERT hf eru stoltir að vera helstu styrktaraðilar Íslandsmóts Kaffibarþjóna 2019
Mótin verða haldin dagana 23. febrúar í húsnæði Expert, Draghálsi 18-26.
Þetta er einstakur viðburður til að kynnast því hvað kaffiiðnaðurinn á Íslandi hefur upp á að bjóða og sjá þær nýjungar sem kaffibarþjónar munu finna upp á.

Kaffibarþjónakeppnin fer þannig fram að keppendur kynna það kaffi sem þau nota, brugga fjóra espresso, fjóra mjólkurdrykki sem innihalda espresso og fjóra frjálsa drykki þar sem hugmyndaflug og sköpunarkraftur fá að ráða ferðinni. Frekari upplýsingar og reglur má finna hér, (https://worldbaristachampionship.org/).
Íslandsmót í Kaffigerð er hinsvegar svo að keppendur kynna kaffið sem þau velja ásamt uppáhellingaraðferðinni sem þau kjósa. Frekari upplýsingar og reglur má finna hér, (https://www.worldbrewerscup.org/).

Í ár er Heimsmeistaramót Kaffibarþjóna 20 ára og hefur mikið gengið á frá stofnun keppninnar. Ísland hefur reglulega sent frá sér fulltrúa og í ár stefnum við á að senda tvo, Íslandsmeistara kaffibarþjóna og Íslandsmeistara í Kaffigerð. Meistararnir munu svo fara fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótin sem haldin verða 11.-14. Apríl í Boston á Coffee Expo. (https://coffeeexpo.org/)
Sérstaklega þjálfaðir dómarar sjá um dómgæslu á mótinu ásamt fulltrúa frá WCE (World Coffee Events) til að gæta þess að mótið fari fram samkvæmt heimsstaðli.

Við hlökkum til að sjá ykkur!