Verðhækkun 17. desember 2018

03. desember 2018
Þann 17. desember tekur gildi nýr verðlisti hjá Coca-Cola European Partners Ísland ehf. Breytingarnar felast í um 3,5% hækkun á innlendum framleiðsluvörum og um 6% hækkun á innfluttum vörum.   Ástæða hækkunarinnar er mikil veiking krónunnar síðustu vikur sem hefur leitt af sér aukinn kostnað við innkaup og flutning á fullunnum vörum og aukin kostnað vegna innkaupa og flutnings á umbúðum og hráefni í innlendar framleiðsluvörur.  

Verðhækkun er ávallt óheppileg en því miður nauðsynleg nú.