Vatnsmengun hjá veitum hefur ekki áhrif á framleiðsluvörur Coca-Cola European Partners í Reykjavík

16. janúar 2018

Coca-Cola European Partners á Íslandi stöðvaði framleiðslu sína í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af jarðvegsgerlum í neysluvatni í Reykjavík. 

Fyrirtækið hefur núna fengið það staðfest frá Veitum að verksmiðja þess á Stuðlahálsi er fyrir utan þau svæði sem aðvörun var gefin út um og því er útlit fyrir að framleiðsla hefjist á nýjan leik í dag eða á morgun.

 

 

Í gærkvöldi fór af stað ferli sem er hluti af okkar matvælaöryggis og gæðaferlum og var tekin sú ákvörðun að framleiða ekkert í dag, þriðjudaginn 16. janúar, fyrr en við vissum meira.   Öll sýni sem hafi verið tekin hjá fyrirtækinu hafi verið í fullkomnu lagi.  Engu að síður, til að láta neytendur njóta vafans, var ákveðið að allt það sem var framleitt í gær og á föstudag skyldi ekki fara í sölu. Þar sem umrædd framleiðsla var ekki komin í dreifingu var ekki þörf á að innkalla neinar vörur.  Umræddar vörur munu því fara í sölu eins og fyrirhugað var næstu daga. 

 

Nýjustu upplýsingar eru þær að neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu sé drykkjarhæft,  http://www.ruv.is/frett/geta-haett-ad-sjoda-vatn , en áður hafði komið fram að þeir sem eru viðkvæmir, ungabörn og sjúklingar, ættu að sjóða vatnið til öryggis.   

 

Fyrirtækið beinir því  því til viðskiptavina sem selja drykki úr gosvélum, og sem eru á svæðum sem voru álitin menguð, að fylgjast með fréttum frá Veitum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um gæði vatnsins í Reykjavík næstu daga.    CCEP mun í samráði við þjónustuaðila sjá til þess að allar gosdrykkjadælur verði hreinsaðar á næstu dögum sem öryggisráðstöfun. 

 

Allt inntaktsvatn fer í framleiðsluvörur hjá  Coca-Cola í Reykjavík fer í gegnum vatnshreinsistöð sem á að drepa allar bakteríur en þrátt fyrir að svo sé tökum við öllum fréttum alvarlega og rannsökum málin til hlýtar. 

 

Matvælaöryggi og gæði eru forgangsmál hjá Coca-Cola á Íslandi og ofurkapp lagt á að uppfylla ströngustu gæðakröfur og gæðastaðla sem þekkjast í matvælaframleiðslu, bæði innanlands og utan og vill fyrirtækið helst gera enn betur en þar er kveðið á um. Coca-Cola á Íslandi er leiðandi fyrirtæki hérlendis varðandi gæðastaðla, úttektir og stefnu varðandi matvælaöryggi og vinnur undir ströngu eftirliti The Coca-Cola Company. 

 

Gæðastaðlar, úttektir og stefnur Coca-Cola á Íslandi eru eftirfarandi:

•             ISO 9001 síðan 2011 - Altækt gæðastjórnunarkerfi

•             ISO 14001 síðan 2011 - Umhverfisstjórnunarkerfi

•             ISO/OSHAS 18001 síðan 2013 - Öryggisstjórnunarkerfi

•             ISO 22000 síðan 2013 – Matvælaöryggisstjórnunarkerfi

 

Nánari upplýsingar veitir

Stefán Magnússon, stefan@ccep.is