Breyting á sölueiningu

Breyting á sölueiningu
20. nóvember 2017

CCEP er með skýra stefnu í umhverfismálum og hefur unnið mikið og metnaðarfullt starf til þess að leita allra leiða til að vernda umhverfið.

Ein leið af mörgum er að vinna að því að fækka útkeyrslum og þar af leiðandi minnka losun koltvísýrings í andrúmsloftið og önnur leið er að minnka notkun á pappa.

Við erum þess fullviss um að okkar viðskiptarvinir munu vinna með okkur að heilum hug í að bæta okkur og gera enn betra í þessum efnum.

Fyrsta skrefið hjá okkur í rétta átt er að breyta sölueiningum á mikið seldum vörum, svokölluðum keyrsluvínum, í heila kassa með 6 eða 12 þar sem að við á. Með þessu erum við að nýta þá kassa sem vínin koma í og tryggja það að ekki sé verið að nota heila kassa fyrir örfáar flöskur.

CCEP á Íslandi er stolt af því að vinna þetta verkefni með ykkur og þökkum ykkur fyrir stuðninginn við umhverfið.