Coca-Cola á Íslandi fagnar 75 árum

Coca-Cola á Íslandi fagnar 75 árum
21. júní 2017
Í tilefni af afmælinu hefur fyrirtækið tekið saman ljósmyndir úr sögunni sem varpa skemmtilegu ljósi á hversu samofið Coke er samtímamenningu okkar, en einnig fjölmargir aðrir drykkir sem Coca-Cola European Partners Ísland (Coca-Cola á Íslandi) framleiðir.

 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, heimsótti verksmiðju Coca-Cola á Íslandi við Stuðlaháls í tilefni af afmælinu og kynnti sér starfsemi þess, einkum þó sjálfbærnistefnu þess, og heimsótti meðal annars framleiðslusal og vatnshreinsistöðina Hreinsu. Dagur tók fram að ánægjulegt væri að heimsækja verksmiðjuna því hann ólst upp í næsta nágrenni við hana en þess utan sé Reykjavíkurborg ávallt tilbúin til að starfa með fyrirtækjum að mótun framtíðar. ,,Coca-Cola á Íslandi er til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfismálum og var sérlega áhugavert að kynnast sjálfbærnisstefnu fyrirtækisins, vatnshreinsistöðinni og nýútgefinni skýrslu um árangur í loftslagsmálum.

 

Græn framtíð framundan

Carlos Cruz, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, sagðist stoltur af því sem fyrirtækið hefði áorkað á síðustu 75 árum en fyrirtækið er stærsti drykkjaframleiðandi landsins og bíður upp á mikið og fjölbreytt úrval drykkja. ,, Við erum sérstaklega stolt af því að hafa auðnast að styðja við ýmis samfélagsverkefni, lagt okkar að mörkum til skapandi efnahagslífs og ekki síst af því sem við höfum áorkað í umhverfismálum. Sjálfbærni snýst um að búa börnum okkar og börnum betri framtíð og með hana að leiðarljósi vonumst við til að næstu 75 ár verði álíka giftusamleg og hin fyrstu.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stefán Magnússon, markaðsstjóri TCCC
stefan@ccep.is