Verðbreytingar taka gildi 1. janúar 2016

Verðbreytingar taka gildi 1. janúar 2016
16. desember 2015

þann 1. janúar 2016 tekur gildi nýr verðlisti hjá Vífilfelli. Breytingin felst í hækkun á innlendum framleiðsluvörum. Verð á innfluttum óáfengum vörum helst óbreytt.

Gos, vatn og próteindrykkir hækka um 3,8% og ávaxtasafar frá 0-10%. Síðasta breyting á verðlista, í maí s.l., var vegna uppsafnaðra kostnaðarhækkana frá mars 2012. Á síðari hluta þessa árs hafa ýmsir kostnaðarliðir hækkað og nægir þar að nefna launkostnað og innlent hráefni. Auk þess hafa orðið hækkanir sem nema frá 15-80% á erlendu ávaxtaþykkni til safagerðar. Verðhækkun er ávallt óheppileg en því miður nauðsynleg nú.

Verðlisti fyrir óáfengar vörur sem tekur gildi 1. janúar mun liggja fyrir á næstu dögum og verðlisti fyrir áfengar vörur verður uppfærður um leið og fyrirséðar breytingar á áfengisgjöldum í fjárlögum 2016 liggja fyrir.

Verðbreytingar helstu vöruliða má sjá með því að smella hér.