Jólabjórarnir vinsælir á þessum árstíma

Jólabjórarnir vinsælir á þessum árstíma
02. desember 2015

Það eru fáir bjórar sem seljast jafn vel og jólabjórarnir á þessum árstíma. Úrvalið í vínbúðum hefur sjaldan verið meira en í ár og greinilegt að landinn er að taka þessum bjórum vel enda tíðkast það í flestum vinahópum að hittast og dæma þá sem í boði eru og gefa einkunn. 

Vífilfell býður upp á fjórar tegundur eins og í fyrra. Þetta eru Víking jólabjór, Thule jólabjór, Einstök Doppel Bock og Jóla Bock frá Íslenskum Úrvals. Allir hafa þessir bjórar sín séreinkenni og er það einmitt það sem gerir jólabjórana svo skemmtilega. Einstök Doppel Bock hefur verið að fá sérstaklega góða dóma á meðal gagnrýnenda og fékk hann til að mynda hæstu einkunn af öllum bjórum sem dæmdir voru hjá Fréttatímanum. Þá hefur vinotek.is farið fögrum orðum um þá jólabjóra sem Vífilfell er að bjóða upp á í ár og gaf til dæmis Einstök og Víking jólabjórunum sína bestu dóma.

Við hvetjum ykkur öll til að smakka sem flesta jólabjóra og finna muninn á mismunandi stílum sem í boði eru og sjá svo hver er ykkar uppáhalds.