Bjórsetrið "Ægisgarður" hefur opnað

Bjórsetrið "Ægisgarður" hefur opnað
15. september 2015

Ægisgarður, eitt stærsta bjórsetur landsins hefur verið opnað á Granda, nánar tiltekið á Eyjaslóð.
Staðurinn rúmar allt að 200 manns og hefur mikið verið lagt í hönnun hans, en heildarfjárfestingin í staðnum er yfir 100 milljónir króna. Fimm aðskildir barir eru inni á staðnum og er hver þeirra með sitt þema. Meðal annars hefur barinn veglegi, sem áður prýddi Cafe Amsterdam í Tryggvagötu, verið nánast endurskapaður í heilu lagi á staðnum.

Ægisgarður er ekki hefðbundinn skemmtistaður, heldur er hann hugsaður eingöngu fyrir hópa, frá 15 upp í 200 manns, sem koma til að taka þátt í bragðprófunum á ólíkum bjórtegundum, pöbb-kvissi og og fræðast um íslenskan bjór og bjórmenningu. Gestgjafi Ægisgarðs er Ólafur S.K. Þorvaldz, leikari, en hann stýrir skemmtidagskrá fyrir hópa sem sækja munu staðinn, gjarnan í fullum víkingaklæðum. Hægt er að panta tíma í Víking leikunum hér