Vífilfell verður hluti af stærsta átöppunarfyrirtæki Coca-Cola í heiminum

Vífilfell verður hluti af stærsta átöppunarfyrirtæki Coca-Cola í heiminum
06. ágúst 2015

Coca-Cola Iberian Partners, Coca-Cola Enterprises og Coca-Cola Erfrischungsgetränke AG tilkynntu í dag að náðst hefur samkomulag um að sameina rekstur þessara þriggja fyrirtækja undir nafninu Coca-Cola European Partners Plc. Nýtt sameinað fyrirtæki verður stærsta átöppunarfyrirtæki The Coca-Cola Company (TCCC) í heiminum. Vífilfell fellur undir hatt þessa nýja fyrirtækis, sem hluti af Coca Cola Iberian Partners Group.

Coca-Cola European Partners munu leitast við að reka starfsemi og veita viðskiptavinum þjónustu á heimsmælikvarða. Umfang framleiðslu, sölu og dreifingar fyrirtækisins fyrir Coca-Cola fyrirtækið mun ekki eiga sér neina hliðstæðu í Vestur-Evrópu.

Coca-Cola European Partners munu hafa yfir að ráða rúmlega 50 átöppunarverksmiðjum og ríflega 27.000 starfsmönnum sem þjóna yfir 300 milljónum manna á 13 mörkuðum í Vestur-Evrópu; Íslandi, Portúgal, Andorra, Spáni, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Lúxemborg, Mónakó, Noregi, Svíþjóð og Hollandi. Sameinað fyrirtæki mun starfa á fjórum stærstu mörkuðum fyrir óáfenga drykki í Evrópu.

Þegar sameiningin er gengin í gegn mun Coca-Cola European Partners geta aukið þjónustu við viðskiptavini og neytendur með samræmdri stefnu fyrir vöru- og vörumerkjaþróun í Vestur-Evrópu.

Styrkleikar hvers átöppunarfyrirtækis verða nýttir til að ýta undir sjálfbæran vöxt í fjölmörgum flokkum. Að auki mun aukin stærðarhagkvæmni og sveigjanleiki Coca-Cola European Partners efla fyrirtækið á gosdrykkjamarkaðnum í Evrópu. Vífilfell mun líkt og áður starfa náið með fyrirtækjum á íslenska markaðnum.

Víf­il­fell fram­leiðir og dreif­ir vör­um Coca-Cola fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi í gegn­um 2.300 ólíka dreif­ing­araðila inn­an­lands. Hjá  Vífilfell vinna um 180 manns á þremur stöðum, Akureyri, Stuðlahálsi og Vatnagörðum. Vífilfell starf­ræk­ir tvær verk­smiðjur og sel­ur breiða línu af drykkja­vör­um sem inni­held­ur gos- og vatns­drykki, bjór, létt­vín og sterkt áfengi. Vör­ur fyr­ir­tæk­is­ins ná til ríf­lega einna og hálfr­ar millj­óna neyt­enda um allt land.

Stjórnarformaður Coca-Cola European Partners verður Sol Daurella, núverandi stjórnarformaður CCIP, og forstjóri verður John Brock, sem verið hefur forstjóri og stjórnarformaður Coca-Cola Enterprises. Bæði munu þau eiga sæti í stjórn sameinaðs félags.  Með sameiningunni verður til öflugur og hæfileikaríkur hópur stjórnenda með fulltrúa frá sérhverju fyrirtæki sem myndar Coca-Cola European Partners. Stjórnendurnir búa yfir yfirgripsmikilli reynslu á öllum sviðum gosdrykkjaframleiðslu sem mun nýtast þeim vel við að stýra hinu nýja fyrirtæki.