Fengu stjörnur í augun

Fengu stjörnur í augun
13. maí 2015

Útgáfuteiti Maríu Ólafs, sem syngja mun framlag Íslands í Eurovision keppninni í Vínarborg í lok mánaðarins, fór fram á miðju búðargólfi innan um stæður af matvælum síðdegis í dag. Einlægir aðdáendur Maríu, sem margir voru af yngri kynslóðinni, þrýstu sér inn í verslun 10/11 til að berja söngkonuna augum og fá nýjan hljómdisk hennar áritaðan. Um er að ræða smáskífu með framlagi Íslands „Unbroken“ en á honum er einnig að finna nýtt efni frá söngkonuninni ungu. María tók síðan að sjálfsögðu lagið og áritaði veggspjöld fyrir aðdáendur sína sem mændu á hana opinmynntir og varð fullorðna fólkinu á orði að margir hafi fengið „stjörnur í augun“.


Diskur Maríu verður einungis til sölu í verslunum 10-11 og verður kominn í allar verslanir á næstu dögum en Coca-Cola styrkti útgáfu hans.