Powerade og Coca-Cola í höllinni

Powerade og Coca-Cola í höllinni
26. febrúar 2015

Úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins í handbolta fer fram um helgina í Laugardalshöll. Veislan hefst í dag fimmtudaginn 26. Febrúar með undanúrslitum í kvennaflokki, þar mætast annars vegar Valur og Haukur kl 17:15 og hinsvegar ÍBV og Grótta kl 20:00. Á morgun er svo komið að undanúrslitum í karlaflokki og mætast þar Valur og FH kl 17:15 og ÍBV og Haukar kl 20:00. Sigurvegararnir úr þessum rimmum eigast svo við í úrslitum sem fara fram á laugardaginn. Handboltaveislan stendur yfir í fjóra daga og er umgjörðin eins alla dagana sama hverjir eru að spila. Það sem gerir þessa helgi hvað skemmtilegasta er að þessi stórglæsilega umgjörð verður einnig þegar leikið verður til úrslita í yngri flokkum á sunnudeginum. Þar fá yngri iðkenndur að kynnast því hvernig það er að spila við bestu aðstæður eins og meistaraflokkarnir gera dagana áður.

HSÍ ætlar að vera með skemmtilegan Instagram leik í gangi á meðan á úrslitahelginni stendur. Það eina sem fólk þarf að gera er að taka mynd af sér í höllinni, setja myndina inn á Instagram og merkja hana svo með #cocacolabikarinn. Vinningurinn sem er í boði er ekki af verri endanum því sigurvegarinn fær að launum ferð fyrir tvo á Final 4 í Köln í Maí. Við vonum því að sem flestir verði duglegir að taka myndir um helgina og merkja þær með #cocacolabikarinn.

 

Það er ekki nóg með að Laugardalshöllinn verði full af handboltaaðdáendum um helgina því um síðustu helgi var samskonar helgi í gangi í körfuboltanum en þá fóru fram úrslitaleikir Powerade bikarsins. Þar léku til úrslita í meistaraflokki KR og Stjarnan í karlaflokki og voru það Stjörnumenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar úr þeirri rimmu en í kvennaflokki var það Grindavík sem sigraði nágranna sína í Keflavík og varð því Powerade bikarmeistari.

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í höllina um liðna helgi og var stemningin rafmögnuð alla helgina. Við hvetjum því alla til að styðja vel við bakið á sínu liði og mæta í höllina um helgina og taka þátt í að skapa ógleymanlega stemningu sem vonandi kemur þínu liði alla leið á verðlaunapall.