Matarmenningahátíðin Food and fun hafin

Matarmenningahátíðin Food and fun hafin
26. febrúar 2015

Hin árlega matarhátíð Food and fun verður haldin á fjölmörgum veitingahúsum víðsvegar um Reykjavík dagana 25. Febrúar til 1. Mars.  

Vífilfell er stolt af því að vera styrktaraðili keppninnar og hefur verið það síðustu ár. Alls munu 20 veitingastaðir taka þátt í hátíðinni í ár og má þar nefna Apótekið, Sushisamba, Fiskfélagið og Steikhúsið til að nefna nokkra.

Á Food and fun hátíðinni koma erlendir kokkar frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og vinna með einu veitingahúsi hver. Allir búa þeir til sinn eigin matseðil sem samsettir eru úr íslensku hráefni eingöngu. Allir matseðlar þessara 20 veitingahúsa eru mismunandi en fast verð er á öllum Food and fun matseðlum, 8500 kr og eru það yfirleitt 4-5 rétta seðlar. Matreiðslumeistararnir verða á svæðinu alla þrjá dagana sem hátíðin er í gangi og munu þeir svo keppa sín á milli á laugardagskvöldið þar sem þeir þurfa að útbúa þrjá rétti sem innihalda aðeins íslenskt hráefni.

Samhliða Food and fun hátíðinni verður einnig keppt um Food and fun kokteilinn. Barþjónar þeirra staða sem taka þátt í hátíðinni munu útbúa sérstakan Food and fun kokteil sem verður að innihalda Reyka Vodka. Dómnefnd mun fara á milli staða á meðan á hátíðinni stendur og velur þá fimm kokteila sem þeir telja bera af. Þessir fimm kokteilar munu svo keppa aftur á laugardagskvöldið um titilinn Food and fun kokteill ársins 2015.

Food and fun er ein mesta matarveisla sem hægt er að komast í og er óhætt að segja að bragðlaukarnir séu prófaðir til hins ítrasta því hver og einn matreiðslumeistari hefur sína aðferð til að nýta þau einstöku hráfeni sem fást á Íslandi. Gríðarleg ásókn hefur verið á þá veitingastaði sem tekið hafa þátt í hátíðinni í gegnum árin og mun færri sem komast að en vilja.

Það er því ekki eftir neinu að bíða heldur drífa í því að skoða þá staði sem taka þátt í ár, renna yfir matseðlana og panta borð sem hægt er að gera hér