Páskabjórinn kominn

Páskabjórinn kominn
18. febrúar 2015

Víking Páskabjór og Íslenskur Úrvals PáskaBock eru á leiðinni í verslanir ÁTVR í vikunni. Nú fer hver að verða síðastur að fá sér Þorrabjórinn því þrátt fyrir að það séu rúmlega fimm vikur í páskana þá er þessi góði bjór að koma í verslanir og veitingastaði. 

Víking Páskabjórinn hefur verið bruggaður frá því 1990 og sækir hann innblástur frá Dunkelbjórum í Suður-Þýskalandi, hann er töluvert frábrugðinn öðrum dökkum bjórum þar sem maltið fær að njóta sín en ekki humlarnir eins og oft vill verða. Í Víking Páskabjórinn eru notaðar þrjár gerðir af dökku malti til að fá aukna fyllingu og keim af súkkulaði, kaffi og karamellu. Víking Páskabjórinn er bragðgóður dökkur bjór með miðlungsbeiskju og vott af ristuðum bragðtónum. Alkóhól bjórsins er 4,8%

Íslenskur Úrvals PáskaBock er bruggaður í stíl sterkari Bock bjóra "Dobbel Bock" og á rætur sínar að rekja til Einbeck í Þýskalandi. Bjórinn er fallega brúnn á litinn. Grunnmatlið er Munichmalt sem gefur ríkulegt maltbragð og sætan karamellu- og súkkulaðikeim sem kemur fram í eftirbragðinu, ásamt að gefa bjórnum mikla mýkt. Bjórinn er í góðu jafnvægi og það má finna vott af sítrus í bragðinu. Alkóhól er 6,7%