Domino´s Pizza semur til 2020

Domino´s Pizza semur til 2020
02. febrúar 2015

Domino´s Pizza hefur samið við Vífilfell um áframhaldandi sölu gosdrykkja. Samn­ing­ur­inn gild­ir til árs­ins 2020 en sam­starf fyr­ir­tækj­anna nær allt aft­ur til árs­ins 1993 þegar fyrsti Dom­ino‘s pizz­astaður­inn var opnaður á Grens­ás­vegi í Reykja­vík. Dom­ino´s er stærsti end­ur­söluaðili drykkjar­vara í veit­inga­geir­an­um hér á landi, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður á dög­un­um á Dom­ino‘s staðnum í Lóu­hól­um í efra-Breiðholti og nýtti Árni Stef­áns­son, for­stjóri Víf­il­fells, tæki­færið og fékk leiðsögn í gerð ein­faldr­ar marga­rítu-pizzu frá Birgi Erni Birg­is­syni, fram­kvæmda­stjóra Dom­ino´s.

Velta Dom­ino´s hef­ur nærri tvö­fald­ast á síðustu þrem­ur árum og nærri helm­ing­ur pant­ana hjá fyr­ir­tæk­inu kem­ur nú í gegn­um netið eða Dom­ino‘s appið sem um 47.000 Íslend­ing­ar eru með í sím­an­um sín­um, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ing­unni.

Fyrsta versl­un Dom­in­o’s Pizza á Íslandi var opnuð þann 16. ág­úst 1993 og hef­ur fyr­ir­tækið vaxið ört síðan þá. Í dag rek­ur Dom­in­o’s 19 versl­an­ir hér á landi. Tíu þeirra eru í Reykja­vík, ein í Garðabæ, Hafnar­f­irði, Mos­fells­bæ og tvær í Kópa­vogi. Auk þess er einn staður á Ak­ur­eyri, Akra­nesi, Sel­fossi og í Kefla­vík.