Sjálfboðaliðar mikilvægur þáttur á Smáþjóðaleikunum

Sjálfboðaliðar mikilvægur þáttur á Smáþjóðaleikunum
20. janúar 2015

Í sumar verða Smáþjóðaleikarnir haldnir á Íslandi og má segja að þetta sé einn af stærstu íþróttaviðburðum sem haldnir hafa verið hér á landi. Það er gríðarlega mikill fjöldi þátttakenda, aðstoðarfólks og gesta sem mæta á þennan skemmtilega viðburð. Coca-Cola er einn af styrktaraðilum leikanna sem dreifast um allt höfuðborgarsvæðið. 

Til þess að svona leikar geti orðið að veruleika þarf gríðarlegann fjölda sjálfboðaliða en talið er að þeir þurfi að vera um 1500 talsins. Helstu verkefni sjálfboðaliða eru aðstoð við veitingamiðstöð, viðburði, fjölmiðla, þjónustuborð, samgöngur og fleira og fleira. 

 ÍSÍ sem er skipuleggjandi leikanna leitar nú til einstaklinga sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með þeim og vilja bjóða sig fram til að vera sjálfboðaliðar. Á heimasíðu Smáþjóðaleikanna er hægt að skrá sig sem sjálfboðaliði en einnig er hægt að smella hér til að sækja um.