850 þúsund kr hafa safnast handa Mæðrastyrksnefnd í Víking jólabjórsáskoruninni.

850 þúsund kr hafa safnast handa Mæðrastyrksnefnd í Víking jólabjórsáskoruninni.
22. desember 2014

Víking jólabjór hefur staðið fyrir jólaáskorun á nokkra þekkta tónlistamenn til styrktar Mæðrastyrksnefnd síðustu daga. Tónlistamennirnir sem hafa tekið þátt eru Jón Jónsson, Erpur Eyvindarson og hljómsveitin Kaleo. 

Keypti föt fyrir 250 þúsund

Söngv­ar­inn Jón Jóns­son lét sitt ekki eft­ir liggja þegar kom að því að jólaáskorun Víking jólabjór. Á dög­un­um lagði hann leið sína upp í Heiðmörk til að höggva jóla­tré í fyrsta skipti á æv­inni. Vík­ing skoraði á hann að ef hon­um tæk­ist að höggva tréð einn síns liðs fengi hann 250.000 kr. að laun­um til þess að kaupa fatnað fyr­ir Mæðra­styrksnefnd.

Eins og sést í mynd­band­inu hér var hann óvenju meyr enda ekki á hverj­um degi sem ein­hverj­um tekst að gera góðverk fyr­ir 250.000 krón­ur. Hann ákvað að fara í F&F í Kringl­unni, vegna þess að þar er hægt að fá svo mikið fyr­ir pen­ing­inn, og keypti jóla­föt. Viðtök­urn­ar voru sér­stak­lega góðar þegar hann mætti með feng­inn. 

Erpur keypti partýskinku fyrir Mæðrastyrksnefnd                                                                                                                 

Rapparinn Erpur Eyvindarson hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir fótboltahæfileika sína en hann reif sig þó upp fyrir hádegi og tók þátt í æfingu með meistaraflokki FH í knattspyrnu, eftir áskorun frá tónlistarmanninum Jóni Jónssyni eins og sést hér.

Erpur var staðráðinn í að klára æfinguna, þótt það þýddi að hann þyrfti að fara í takkaskó sem hann sagði tæknilega séð vera hælaskó, því þá fengi hann að kaupa mat fyrir Mæðrastyrksnefnd að andvirði 250.000 kr. Erpur var kvikur á vellinum og þegar hann skoraði mark fór hann í kollhnís af gleði og sagðist á endanum líklega aldrei hafa átt að gera neitt annað í lífinu.

Að æfingunni lokinni hélt Erpur í Krónuna og tíndi m.a. „litlar appelsínur“ (mandarínur) og partýskinku ofan í innkaupakerruna. Hann sagðist spenntur fyrir að djassa upp jólin fyrir fólk og svo sáttur var hann við vöruval sitt að hann sagðist viss um að þetta yrðu „gangsta jól“.  Innkaupakerran var fljót að fyllast og fór svo að eitt hjóla hennar brotnaði. Þegar á kassann var komið var Erpur með þrjú vörubretti full af ýmsum matvörum.

Þrátt fyrir að hafa fórnað líkama sínum og mannorði fyrir Jón og FH-mafíuna, eins og Erpur orðaði það, var hann ánægður með að mega „færa niðurlæginguna yfir á einhvern annan.“ Ákvað hann að skora á hljómsveitina Kaleo „að djassa upp og gettóa upp“ flutning á jólalagi og á það eflaust eftir að reynast hljómsveitinni aðeins auðveldara en fótboltaæfingin reyndist Erpi.

Kaleo lék jólalag á leikfangahljóðfæri – Erpur átti stórleik á þríhorn

Það er ekki á allra færi að spila jólalög með leikfangahljóðfærum en það vafðist ekki fyrir strákunum í Kaleo þegar þeir brugðu sér í Toys‘r‘us og léku lagið „Ég fæ jólagjöf“ í tilefni af áskorun frá Erpi Eyvindarsyni um að leika jólalag á óhefðbundinn hátt. Erpur lagði síðan hljómsveitinni lið með því að leika á þríhorn.

Eins og sést hér tók ekki langan tíma fyrir hljómsveitina að finna réttu hljóðfærin til að spila á en þau voru vafalaust heldur minni en þeir eiga að venjast. Að flutningnum loknum sagði Erpur að það væri ljóst að hljómsveitarmeðlimirnir væru ekki bara kynþokkafullir og að þeir hefðu staðist áskorunina. Kaleo fékk því að velja leikföng fyrir 250 þúsund krónur til að gefa Mæðrastyrksnefnd.

Alls hefur Mæðrastyrksnefnd fengið vörur að andvirði 850 þúsund kr. í Víking jólabjórsáskoruninni: Jón Jónsson valdi föt fyrir 250 þúsund kr. í Hagkaup, Erpur Eyvindarson valdi mat í Krónunni fyrir sömu upphæð og svo bættust leikföngin frá Kaleo við. Þar að auki bætti Krónan við gjafakortum fyrir 50 þúsund kr. og Toys‘r‘us gaf leikföng að andvirði 50 þúsund kr.