Einstök Doppelbock jólabjórinn kominn aftur

Einstök Doppelbock jólabjórinn kominn aftur
10. desember 2014

Doppelbock jólabjórinn frá Einstök seldist upp hjá framleiðanda og í flestum Vínbúðum ÁTVR í lok nóvember.  Móttökurnar hafa verið framar vonum, enda bjórinn fengið góða dóma og umfjöllun. „Við gerðum ráð fyrir ríflega 50% söluaukningu frá fyrra ári.  Það var fljótt ljóst að sú áætlun var alltof varfærin enda allt það magn uppselt um mánuði fyrir jól.  Þegar við sáum í hvað stefndi náðum við að setja eitt viðbótar brugg af stað sem nú er tilbúið og er að berast í verslanir ÁTVR og einhverja veitingastaði. Reikna má þó með að það klárist ansi fljótt“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Einstakrar Ölgerðar ehf.