Bodegas Roda til Vífilfell

Bodegas Roda til Vífilfell
03. desember 2014

Vífillfell hefur tekið umboðinu fyrir Bodegas Roda en þessi vín hafa verið til hér á landi í árabil.

Vínin sem um ræðir koma öll frá Rioja á Spáni, eru ekki af verri gerðinni og heita Roda Sela, Roda Reserva og Roda I Reserva.

Roda og Roda I eru á meðal bestu vína sem koma frá Bodegas Roda en þar er lögð gríðarlega mikil áhersla á fullkomnun í öllu ferli framleiðslunnar, allt frá undirbúningi jarðvegsins sem vínviðnum er plantað í til lokastigs geymslutímabilsins. Leitin að þessari fullkomnun krefst stöðugra rannsókna og umfram allt, tilrauna á vínunum. Þessar tilraunir eru aðalatriðið í framleiðslunni sjálfri, sem eykur gæði frekar en magn.

Roda hefur yfir 120 hektara af víngörðum og notar þrúgur frá vínviðum sem eru um 30 ára gamlir. Þetta stuðlar að kraftinum í bragði Roda vínananna og er einnig ástæðan fyrir lítilli framleiðslu hjá Bodegas Roda.

Roda Sela er einstaklega gott að drekka eitt og sér, auðvelt að para það við hverskonar mat og er afskaplega ljúffengt og ferskt. Hentar sérstaklega vel fyrir fólk sem er að kynnast töfrum vínheimsins. Þess má geta að eigandi Roda er mikill laxveiðimaður og er Selá í Vopnafirði í miklu uppáhaldi, vínið er því skýrt Sela til heiðurs þessari fallegu íslensku á.

Roda Reserva sem fyrir 2002 hét Roda II er tilvalið með mat, er mjög fjölhæft og fer vel með grilluðum fisk, steiktu kjöti eða með kröftugum pottréttum. Roda hefur mjúka meðalfyllingu og bragð af kirsuberjum og hindberjum.

Roda I Reserva er tilvalið með villibráðinni, lambakjöti og ekki síður nautakjöti. Vínið er dökkkirsuberjarautt og í bragðinu má finna miðlungstannín, rauð ber, kirsuber, hindber, jurtakrydd og eik. Vínið hefur mjúka miðlungsfyllingu, svo hver sopi kallar á annan.

Verð á Roda vínunum er sem hér segir,

Roda Sela kr. 3.999,-

Roda Reserva kr. 5.299,-

Roda I Reserva kr. 7.998,-