Vífilfell samstarfsaðili Smáþjóðaleikanna 2015

Vífilfell samstarfsaðili Smáþjóðaleikanna 2015
02. desember 2014

Vífilfell verður einn af Gullsamstarfsaðilum Smáþjóðaleikanna 2015 sem haldnir verða hér á landi í júní á næsta ári.

Um 28.000 máltíðir verða bornar fram á meðan Smáþjóðaleikarnir standa yfir og verða einungis drykkir frá Vífilfell í boði. Keppt verður á níu keppnisstöðum en þar verða vörur Vífilfells í boði handa áhorfendum sem verða fjölmargir, en búist er við um 30.000 gestum á mótið.

Á Smáþjóðaleikunum verður keppt í sex einstaklingsíþróttagreinum, frjálsíþróttum, sundi, júdó, skotfimi, tennis og borðtennis og tveimur hópíþróttum sem eru körfubolti og blak.

Við undirritun bakhjarlasamninga var lukkutröll leikanna kynnt en það er hannað af þeim Elsu Nielsen og Loga Jens Kristjánssyni en þau sóttu innblástur fyrir útlitið í íslenska náttúru. Lukkudýrið er með eldhaus, búkur þess er klæddur mosa, hali lukkudýrsins er þakið ís og þá eru fætur þess gerðir úr íslensku stuðlabergi.

Vífilfell er mjög stolt af því að koma að þessu stóra verkefni sem verður án efa ÍSÍ til mikils sóma en gríðarlega mikil vinna verður á bak við þessa leika. Til að setja hlutina í samhengi þá býst ÍSÍ við því að þurfa á um 1.200 sjálfboðaliðum að halda til að sinna hinum ýmsu störfum sem snúa að leikunum, þá munu verða veitt 700 verðlaun til þátttakenda á leikunum í hinum ýmsu greinum.

Á myndunum hér til hliðar má sjá Jón Hauk Baldvinsson forstöðumann sölusviðs með lukkudýrum leikanna, Lárusi Blöndal forseta ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ eftir að hafa undirritað samstarfssamning við leikana fyrir hönd Vífilfells.