Gleðjum aðra um jólin

Gleðjum aðra um jólin
28. nóvember 2014

Coca-Cola er þekkt fyrir það að koma með flottar jólaherferðir og eru nokkrar ógleymanlegar auglýsingarnar sem hafa náð að lifa í gegnum árin og eru nánast orðin hluti af því að komast í jólaskapið. Ein frægasta jólaauglýsingin er án efa lagið I´d like to teach the world to sing (in perfect harmony) sem notað var í „Hilltop“ auglýsinguna árið 1971.

Þá hefur jólalestin fræga farið sigurför um allan heim og er fólk byrjað að spyrja um hvenær hún verður í byrjun september því spenningurinn er orðin svo mikill. Líkt og fyrri ár verður hún á sínum stað og mun lestin keyra í gegnum helstu götur Stór Reykjavíkursvæðisins. Í ár verður jólalestin laugardaginn 13. Desember og leggur af stað frá höfuðstöðvum Vífilfells á Stuðlahálsi 1 kl 16:00. Lestin mun keyra um götur bæjarins á skreyttum Coca-Cola trukkum með skemmtilega jólatónlist til að skemmta þeim sem horfa á.

Á hverju ári reynir Coca-Cola að koma með eitthvað nýtt til að koma fólki í jólaskapið, í ár verður mikið lagt upp úr því að fólk gleðji aðra um jólinMeð jólaauglýsingunni í ár vill Coca-Cola minna fólk á raunverulegan tilgang jólanna og að þau snúist ekki bara um að kaupa gjafir handa öðrum, heldur opna hjörtu okkar fyrir litlu hlutunum sem við getum gert til að gleðja aðra í kringum okkar.

Þessum skilaboðum vill Coca-Cola koma á framfæri með auglýsingunni og ekki síður með stafrænum leiðum því í ár getur hver sem er sent vinum og ættingjum ósk í gegnum jólasveininn á netinu.