Einstök Dobble Bock er jólabjórinn í ár!

Einstök Dobble Bock er jólabjórinn í ár!
14. nóvember 2014

Fréttatíminn valdi Einstök Doppel Bock besta jólabjórinn í ár. Árlega eru gerðar mismunandi samantektir á þeim  jólabjórum sem eru í boði á hverju ári. Framboðið er fjölbreytt og alltaf koma nýjar tegundir inn á meðan aðrar detta út. Eins og í fyrra er Vífilfell með fjórar tegundir í boði þetta árið. Einstök Doppel Bock, Víking, Úrvals jóla Bock og Thule. Thule skoraði hátt á sínu fyrsta ári í fyrra og er enn að gera vel.

Fréttatíminn fékk nokkra áhugamenn um bjór til þess að taka saman jólabjórs flóruna og gefa þeim einkunn. Niðurstaðan var glæsileg fyrir þá jólabjóra sem Vífilfell býður uppá því Einstök Doppel Bock stóð uppi sem sigurvegari og fékk titilinn „Besti Jólabjórinn“ og þá fékk Thule Jólabjórinn titilinn „Bestur fyrir fjöldann“. Víking Jólabjór fékk einnig góða umsökn þrátt fyrir að hafa ekki náð á verðlaunapall þetta árið.

Jólabjórarnir fara í sölu í Vínbúðum í dag og má búast við mikilli sölu fyrstu helgina sem þeir eru í sölu. Takmarkað upplag er til og því má búast við að vinsælustu bjórarnir seljist fljótt upp. 

Hér má lesa umsagnir um jólabjórana í ár