Svali Jarðaberja nú sykurminni

Svali Jarðaberja nú sykurminni
23. október 2014

Í kjölfar breytinga á neysluhegðun Íslendinga hefur verið ákveðið að breyta vörulínu Svala með það fyrir augum að einfalda vörulínuna. Ein af þeim breytingum sem farið verður í er að hætta framleiðslu á sykurskertum Svala ásamt því að bjóða uppá Svala jarðarberja og Svala berja með minni sykri og án sætuefna. Nú þegar er sykurskertur jarðarberja hættur og mun epla og appelsínu hætta í nóv/des.

Í kjölfar breytinga á vörulínunni var farið í betrumbætur á Svala jarðarberja. Nýi Svali jarðarberja er sykurminni og inniheldur nú jarðarberja- og eplasafa sem gerir hann sérstaklega bragðgóðan. Dreifing á nýja jarðarberja Svala hefst í byrjun október.