Það styttist í jólabjórinn

Það styttist í jólabjórinn
07. október 2014
Nú er farið að styttast í jólin og þá fara fjölmargir jólabjórar að sjást á veitingastöðum landsins sem og í Vínbúðum ÁTVR.

Hjá Vífilfell eru framleiddar fjórar gerðir af jólabjór, eru þetta Víking Jólabjór, Thule Jólabjór, Jóla Bock og Einstök Dopple Bock Jólabjór. Bruggmeistarar okkar eru nú á fullu að fullkomna bragðið og segir Baldur okkar færasti bruggmeistari að jólabjórinn þessi jóli verði betri en nokkru sinni og má því búast við algjörri veislu þegar fyrsti jólabjórinn kemur úr krönum veitingahúsanna um miðjan mánuðinn. 

Fyrstu jólabjórarnir eru svo væntanlegir í Vínbúðir um miðjan nóvember svo það má alveg fara að skipuleggja bjórsmökkunina með vinum og vandamönnum.