Skemmtilegar sögur af njóttu Coke flöskunum

Skemmtilegar sögur af njóttu Coke flöskunum
10. september 2014

Sumarið 2013 byrjaði skemmtileg herferð hjá Coca-Cola um heim allann. Það skemmtilega við herferðina var að allskonar nöfn voru prentuð á Coke miða á flöskum sem voru til sölu í verslunum. Vakti herferðin gríðarlega mikla lukku og var því ákveðið að halda áfram með herferðina í ár og þetta árið átti að vera með mun fleiri nöfn.

Í ár eru um 1300 nöfn á flöskum á Íslandi sem eru rúmlega 95 prósent allra nafna hjá Þjóðskrá. Auk venjulegra mannanafna var ákveðið að vera með hin ýmsu nöfn á íþróttafélögum, bæjarfélögum og fleiru. Það ættu því allir að geta fundið nafn á Coke flösku sem hentar þeim.

Fjölmargir hafa notað nöfnin við hin ýmsu tilefni eins og í brúðkaupum, sem gjafir eða einfaldlega sent vinum kveðju í gegnum samfélagsmiðla. Mikið er lagt uppúr því að fólk geti notað hashtagið #njottucoke og svo bætt nafninu á flöskunni við og þannig búið til skemmtileg skilaboð. Út frá þessu hafa orðið til fjölmargar sögur sem viðskiptavinir Coke hafa sent okkur.

Ein sagan kom frá Hjalta Ásgeirssyni en þar rekur hann söguna af því hvernig njóttu Coke flöskurnar hjálpuðu til við að finna nafnið á syni hans.

Málið er að ég og unnusta mín eignuðumst 27 september 2013 lítinn dreng sem er það besta sem fyrir okkur hefur komið. þegar kom að því að velja nafn á drenginn þá vorum við í vandræðum með að ákveða á milli fjölda nafna.. nákvæmlega einni viku fyrir skírnardaginn þá loksins komumst við að niðurstöðu og varð fyrir valinu nafnið Viktor Helgi. Daginn eftir mæti ég til vinnu og í hádeginu fer ég í goskælinn í sjoppunni sem við höfum í móttökunni hjá okkur og tek gjörsamlega random flösku úr skápnum án þess að pæla í neinu. Sest svo niður við matarborðið og er við það að opna flöskuna þegar ég rek augun í nafnið sem var á henni. "Njóttu coke með VIKTORI" - þetta tel ég vera meira en bara tilviljun og tókum við þessu sem merki um að þetta væri jú hið eina og rétta nafn fyrir prinsinn“

Brúðhjón nokkur sögðu okkur frá því hvernig þau notuðu njóttu Coke flöskurnar til að merkja hvar gestirnir áttu að sitja við borðin í veislunni sinni. Þau höfðu mikið fyrir því að finna nöfn allra gestanna sem voru rúmlega 100 manns. Því miður voru nokkur nöfn sem ekki voru til eða fundust ekki og var því bjargað með því að setja vinnufélaga, meistara, afa og FH-ingi í staðinn fyrir nafnið. Þetta vakti mikla lukku á meðal gesta sem voru duglegir að taka myndir af flöskunum.

Þetta er aðeins brot af þeim skemmtilegu sögum sem við höfum heyrt og er virkilega gaman að heyra hvernig fólk nýtir flöskur með mismunandi hætti. Við hvetjum alla sem eiga skemmtilega sögu til að senda okkur línu og segja okkur hvernig þeir fóru að því að nota flöskurnar til að gleðja fólk í kringum sig.

Hægt er að líka við Facebook síðu Vífilfells og senda okkur skilaboð með skemmtilegum sögum.

Njótið Coke!