Oktoberfest SHÍ

Oktoberfest SHÍ
10. september 2014
Októberfest SHÍ byrjar fimmtudaginn 11. september og verður öllu tjaldað til svo helgin verðu sú svakalegasta frá upphafi.

Mikill fjöldi flottra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni þetta árið og má þar nefna, Mammút, Agent Fresco, Pál Óskar, Emmsje Gauta, Ourlives og fleiri. Nova og Carlsberg verða með lukkuhjól á staðnum þar sem heppnir einstaklingar geta unnið bjórkort og þá verður fjöldi annarra uppákoma sem þú bara mátt ekki missa af. 

Hægt er að kaupa miða á midi.is en einnig getið þið farið á Facebook síðu Carlsberg og reynt að vinna armbönd sem gilda á alla dagana.

Minnum svo á hashtagið #oktfest14 svo við vitum nákvæmlega hvað þið eruð að gera um helgina.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.