Þjóðleikhúsið selur aftur Coke

Þjóðleikhúsið selur aftur Coke
03. september 2014
Eftir þriggja ára hlé er þjóðleikhúsið aftur farið að selja vörur frá Vífilfell eins og það hafði gert til fjölda ára.

Mikill fjöldi sýninga verða í þjóðleikhúsinu á næsta leikári og munu rúmlega 100 þúsund gestir mæta á þessar sýningar. Það er því mikið gleði efni að Vífilfell og Þjóðleikhúsið verði í samstarfi næstu árin og mun það tryggja að gestir geti fengið drykki frá fyrirtækinu fyrir leiksýningar sem og í leikhléi.

Jón Haukur Baldvinsson, forstöðumaður sölusviðs fyrirtækisins, segist mjög spenntur fyrir næsta leikári sem og nýju samstarfi og hlakki sérstaklega mikið til að sjá Latabæjarsýninguna ásamt fjölskyldu sinni en Vífilfell hefur lengi framleitt safadrykki í samstarfi við Latabæ.