Coke og Carlsberg með Justin Timberlake

Coke og Carlsberg með Justin Timberlake
25. ágúst 2014
Það var rafmögnuð stemmning í Kórnum þegar Justin Timberlake steig á svið í Kórnum fyrir framan rúmlega átján þúsund manns.

Landinn var búinn að bíða lengi eftir að sjá stórstjörnuna því það seldist upp á tónleikana á svipsstundu fyrr í sumar. Tónleikarnir voru gríðarlega vel skipulagðir og gekk allt eins og í sögu og því almenn ánægja með allt sem tengdist tónleikunum. 

Söngvarinn var glæsilegur á sviðinu og slakaði aldrei á í þær 90 mínútur sem hann var á sviðinu. Danstaktar hans vöktu ekki síður kátínu á meðal tónleikagesta frekar en sönghæfileikarnir. Boðið var upp á vörur frá Vífilfell í veitingasölunni og voru gestir duglegir að fá sér ýmist gos, bjór eða annað áður en stjarnan steig á svið.

Hér má sjá nokkrar myndir frá spenntum gestum áður en tónleikarnir byrjuðu og eins myndir af goðinu á sviðinu.