Vífilfell á Reykjavík Bacon festival

Vífilfell á Reykjavík Bacon festival
18. ágúst 2014
Vífilfell var einn að aðal bakhjörlum Reykjavík Bacon festival sem haldið var á Skólavörðustíg um liðna helgi.

Mikill fjöldi fólks sótti hátíðina sem var glæsileg í alla staði. Tólf veitingastaðir voru með bása þar sem hægt var að fá litla rétti framleidda úr baconi og fleiri hráefnum gegn framvísun sérstakra matarmiða. Um 30.000 matarskammtar fóru ofan í mannfjöldann sem svöluðu svo þorstanum með drykkjum frá Vífilfell sem bauð uppá Coke, Coke Light, Coke Zero, Topp og Víking léttöl á tveimur drykkjarstöðvum.

Mikið var um dýrðir á svæðinu þar sem tónlistaratriði og aðrar uppákomur voru í boði fyrir gesti hátíðarinnar sem skemmtu sér greinilega mjög vel. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af hátíðinni.