Fantasy deild Carlsberg

Fantasy deild Carlsberg
11. ágúst 2014
Búið er að opna fyrir skráningu á Fantasy deild Carlsberg.

Carlsberg í samstarfi við Fótbolta.net var með Fantasy deild í fyrra og hét hún Carlsberg - deildin. Mörg þúsund manns voru skráðir í deildina og fékk sigurvegari deildarinnar ferð fyrir tvo á leik í Ensku deildinni. Í ár verður engin breyting á, því búið er að opna fyrir skráningu í deildina. Sigurlaunin verða þau sömu og í fyrra eða ferð fyrir tvo á leik í Ensku deildinni ásamt fullt af Carlsberg aukavinningum sem verða gefnir yfir allt tímabilið.

Hægt er að skrá sig hér með kóðanum 1599744-365000.