Carlsberg og Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta

Carlsberg og Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta
30. júlí 2014

Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta verður haldið á Ísafirði um verslunarmannahelgina og Carlsberg verður á svæðinu. 

Carlsberg er einn af aðal styrktaraðilum Evrópumeistaramótsins í Mýrarbolta sem hefur stækkað gríðarlega síðustu ár og verður ein af fjölmennustu útihátíðinni um verslunarmannahelgina í ár. Mótið fer þannig fram að keppt er í mýrarbolta sem er spilaður á 8 völlum sem eru í bókstarflegri merkingu eitt drullusvað.

 Auk þess að keppt verður í mýrarboltanum verður fjölbreytt tónlistardagskrá öll kvöldin og munu meðal annars Jón Jónsson, Úlfur Úlfur, Agent fresco, Mammút og fleiri koma fram og spila á tónleikum sem verða öll kvöldin.

Carlsberg verður með skemmtilegan Instagram leik í gangi á meðan Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram. Eina sem þarf að gera til að taka þátt er að taka mynd á mótinu og merkja hana á Instagram með #myrarbolti eða #myrarboltinn og sá sem fær flest Like á myndina sína getur unnið glæsilegan LG síma og fullt af Carlsberg.

Hér er hægt að sjá meira um leikinn og ef þig langar að fara frítt á Mýrarboltann þá ættir þú að skella Like hér á Facebook

Ef þú hefur aldrei farið á Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta og langar að vita meira þá eru allar upplýsingar hér.