Coca-Cola fagnar með nýkrýndum heimsmeisturum í knattspyrnu

Coca-Cola fagnar með nýkrýndum heimsmeisturum í knattspyrnu
16. júlí 2014
Á sunnudaginn fór fram lokaleikur heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem hefur staðið yfir í Brasilíu frá því 12. júní. 

Til úrslita léku Þýskaland og Argentína en þessar þjóðir hafa mæst tvisvar áður í úrslitum heimsmeistarakeppninnar, fyrst árið 1986 í Mexíkó en þá sigraði Argentína 3-2 og í næstu keppni á eftir, árið 1990 á Ítalíu en þá hermdu Þjóðverjar ófaranna frá keppninni á undan og sigruðu 1-0.

Þjóðverjar hafa farið alls átta sinnum í úrslit og unnið mótið fjórum sinnum, nú síðast gegn Argentínu 1-0 eftir framlengingu.

Argentína hefur farið fimm sinnum í úrslit og tvisvar farið alla leið.

Coca-Cola hefur um langt skeið verið einn helsti samstarfsaðili keppninnar og í ár varð engin breyting þar á. Það var því ekki úr vegi að taka vel á móti sigurvegurunum þegar þeir snéru heim til stuðningsmanna sinna en vel var tekið á móti þeim við komuna til Berlínar og var Coke að sjálfsögðu á staðnum.

Hér að neðan er hægt að skoða nokkrar myndir af þeirri gríðarlegu gleði sem fór þar fram þegar um milljón manns tóku á móti hetjunum.