Einstök Ölgerð tekur þátt í HM bjóranna

Einstök Ölgerð tekur þátt í HM bjóranna
07. júlí 2014
Einstök Ölgerð hefur verið valin til þátttöku í einskonar heimsmeistarakeppni bjóranna sem fer fram á vefsíðunni Perfect Pint. 32. ölgerðir voru valdnar til þátttöku og munu þær etja kappi gegn hvor annari á hverjum degi með útsláttarfyrirkomulagi.

Þegar þetta er ritað hefur Einstök unnið fyrstu tvær umferðirnar og er því komið í 8. liða úrslit og mætir þar Tiny Rebel sem er mjög ung ölgerð og því um spennandi leik að ræða.

Hver sem er getur kosið í keppninni og þannig haft áhrif á hver vinnur einvígið. Hér er hægt að fylgjast með þessari æsispennandi keppni.