Rauður dagur í Coca-Cola bikarnum

Rauður dagur í Coca-Cola bikarnum
02. mars 2014

Síðan á fimmtudag hefur verið kátt í Höllinni, Laugardshöllinni en þar hafa úrslit í Coca-Cola bikarnum í handbolta farið fram.  Á fimmtudag kepptu stelpurnar til undanúrslita, á föstudag tóku karlarnir við í undanúrslitum og á laugardag voru úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki.  Fór svo að dagurinn í Laugardalhöllinni varð rauður og nú er ljóst að Valsstelpur eru Coca-Cola meistarar kvenna og Haukar í karlaflokki. 

Í dag eru svo úrslitaleikir yngri flokka og hafa þúsundir lagt leið sína í Laugardalinn til að hvetja sín lið en keppni hófst um klukkan 10 í morgun og lýkur um 22.00 í kvöld með úrslitaleik 2. flokks karla.  

Coca-Cola óskar öllum keppendum til hamingju og þakkar áhorfendum fyrir að taka þátt í gleðinni.  HSÍ á heiður skilinn fyrir þessa frábæru bikarkeppni sem þeir hafa boðið þjóðinni upp á um helgina í samvinnu við Coca-Cola.  

(myndir eru teknar af mbl.is)