Vífilfell framúrskarandi 2013

Vífilfell framúrskarandi 2013
18. febrúar 2014

Vífilfell er afar stolt af því að hafa verið valið í hóp framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2013. Af 33.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 462 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika. Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo. 

Skilyrðin eru:

- Að hafa skila ársreikningum fyrir rekstrarárin 2010-2012
- Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
- Að sýna rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
- Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
- Að eignir séu 80 milljónir kr. eða meira rekstrarárin 2010 til 2012
- Að eigið fjárhlutfall sé 20% eða meira, rekstrarárin 2010 til 2012
- Að vera með skráðan framkvæmdarstjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá
- Að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo

Vífilfell hf. er á meðal 1,5% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla þessi skiyrði og við erum afar stolt af því.