Saga fyrirtækisins
Árið 1886 blandaði bandarískur lyfjafræðingur, dr. John Styth Pemberton, gosdrykk sem nefndur var Coca-Cola. Drykkur þessi varð þjóðardrykkur í Bandaríkjunum og öðlaðist fljótt einnig miklar vinsældir annars staðar og er nú seldur í flestum löndum heims.
Vörumerkið Coca-Cola er á meðal þekktustu vörumerkja í heiminum. Sama má segja um hina sérstæðu Coca-Cola flösku sem þróuð var til að aðgreina drykkinn frá öðrum gosdrykkjum og kom á markað 1915. Fyrstu árin var Coca-Cola einungis framleitt í þessari flösku. Það var ekki fyrr en um miðja síðustu öld að Coca-Cola varð fáanlegt í stærri glerflöskum og dósum. Í dag er Coca-Cola einnig selt á plastflöskum sem hafa notið vaxandi vinsælda um allan heim.
Árið 1973 urðu tímamót er framleiðslan flutti í nýtt og stærra húsnæði að Stuðlahálsi 1. Skrifstofurnar voru þó ennþá að Haga allt til ársins 1992. Nýja verksmiðjan að Stuðlahálsi var búin nýtísku vélum frá Crown Baele sem gátu framleitt allt að 140.000 flöskur á dagvakt. Fram til ársins 1974 var eingöngu fyllt á 0,19 og 0,3 ltr. glerflöskur en árið 1975 kom 1 lítra glerflaskan, eða "risinn" eins og hún var oft kölluð á markað og jókst þá salan umtalsvert.
Mestu breytingar í langan tíma áttu sér stað sumarið 1985 en þá hófst áfylling á 1,5ltr. plastflöskum. Neytendur tóku þessari nýjung mjög vel og fljótlega hvarf "risinn" af sjónvarsviðinu en í staðinn bættust 0,5 og 2 ltr. plasflöskurnar í hópinn.
Plastflöskurnar eru langvinsælustu umbúðirnar. Verksmiðjan framleiðir allar plastflöskur sem fyllt er á. Tvær plastflöskublástursvélar geta samtals blásið út 17 þús. 0,5 l plastflöskur á klst. sem er rúmlega afkastageta plastflöskuáfyllitækjanna. Árið 1988 komu 0,33 og 0,5 ltr. dósirnar á markað. Keypt var fullkomin vélasamstæða frá Holstein und Kappert í þýskalandi og var afkastageta þeirra 18-24 þús. dósir á tímann allt eftir stærð. Vífilfell hafði þá í nokkurn tíma framleitt Hi-C og Minute Maid ávaxtadrykki og safa í áfyllivél frá Tetra Pak sem gat fyllt á 6.000 250ml fernur á klst.
Árið 2001 sameinaðist fyrirtækið Sól Víking og þá hóf fyrirtækið að framleiða bjór sem í dag er allur framleiddur í verksmiðjunni á Akureyri. Fyrirtækið hefur í mörg ár framleidd lang vinsælasta bjór landsins, Víking Gylltan ásamt því að framleiða Thule. Með tímanum hafa svo fleiri bjórar bæst í flóruna og hafa þeir notið mikilla vinsælda hjá landsmönnum.
2011 urðu breytingar á eignarhaldi Vífilfells þegar Cobega, spænskur drykkjavöruframleiðandi keypti fyrirtækið. Cobega er stærsti framleiðandi Coca-Cola á Spáni og er hluti af fyrirtækjasamstæðunni Cobega Group.
Árið 2016 sameinaðist Vífilfell Coca-Cola European Partners (CCEP), stærsta átöppunarfyrirtæki Coca-Cola í heiminum og leiðandi fyrirtæki á markaði með neytendavörur í Evrópu. CCEP er með starfsemi í 13 löndum í Vestur-Evrópu og dreifir og markaðssetur nokkur af vinsælustu drykkjuvörumerkjum heims til yfir 300 milljónum neytenda í Vestur-Evrópu.
Undir lok árs 2016 tók svo Vífilfell upp nafn CCEP og ber nú nafnið Coca-Cola European Partners Ísland.
Staðreyndir um fyrirtækið
- Coca-Cola European Partners Ísland er til húsa að Stuðlahálsi 1, Reykjavík og á Furuvöllum, Akureyri.
- Fjöldi starfsmanna u.þ.b. 170
- Vörum fyrirtækisins er dreift til a.m.k. 2.500
útsölustaða um land allt
- Coca-Cola European Partners Ísland er hluti af stærsta sjálfstæða framleiðslu-, dreifingar- og sölufyrirtæki Coca-Cola í heimi, sé miðað við tekjur.
- Fyrirtækið er stærsti gosdrykkjaframleiðandi landsins og í 2. sæti yfir matvælafyrirtæki.
Röð helstu vörumerkja CCEP á íslenskan markað
- 1942Coca-Cola
- 1976Fanta Appelsín
- 1982Svali
- 1983Sprite 1983
- 1985Diet Coke 1985
- 1989Viking Gylltur
- 1990Viking jólabjór
- 1993Aquarius
- Fanta Lemon
- Blátoppur
- Thule
- Brazzi
- 1996Toppur Sítrónu
- 2001Viking Lite
- 2002Powerade
- 2006Burn
- 2007Coke Zero