Mannauður CCEP

Hjá CCEP starfa um 170 manns. Mannauður er mikilvægasta auðlind fyrirtækisins og einn af lykilþáttum að okkar árangri. Við vöndum val starfsmanna og veljum hæfa og metnaðarfulla einstaklinga til samstarfs. Við mismunum ekki vegna kynferðis við ráðningar í störf og tökum vel á móti nýjum starfsmönnum.

 
Gildi fyrirtækisins eru höfð að leiðarljósi við ráðningu nýrra starfsmanna. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og þjálfun starfsmanna og er öllum starfsmönnum tryggð þjálfun samkvæmt gæðastöðlum.