Toppur nú fáanlegur í dós!

Toppur nú fáanlegur í dós!
01. apríl 2020
Coca-Cola European Partners á Íslandi býður nú upp á Topp í dósum en hingað til hefur hann aðeins verið fáanlegur í plastflöskum. Dósirnar eru 330 ml og verður í fyrstu boðið upp á þrjár tegundir: Kolsýrt vatn án bragðefna, kolsýrt vatn með eplabragði og kolsýrt vatn með límónu og sítrónubragði – sem er ný bragðtegund á markaði. Allar tegundir koma innpakkaðar í típakka úr pappír.  

Markaðurinn á Íslandi tekur hröðum breytingum og kallar eftir auknu úrvali í litlum pakkningastærðum og fjölbreyttu úrvali af kippum. Íslenskir neytendur eru farnir að minnka kaup á stærri umbúðum á borð við 2l plastflöskur og kjósa í auknum mæli smærri umbúðir. Dósir hafa verið í miklum vexti síðustu árin og vaxið langt umfram aðrar pakkningategundir og hafa bæði viðskiptavinir (smásalar) og neytendur kallað eftir því að fá Topp í dósum.  Það er okkur því sönn ánægja að kynna þessu viðbót við umbúðaflóruna okkar!

Toppur nú fáanlegur í dós!