Jólalest Coca-Cola

Jólalest Coca-Cola
09. desember 2019

 

Jólalest Coca-Cola keyrði um götur höfuðborgarsvæðisins í 24. sinn Laugardaginn 7. Desember. Nokkur þúsund manns fylgdist með lestinni keyra um götur höfuðborgarsvæðisins og var mestur fljöldinn saman kominn í Hörpu þar sem sérstakur viðburður var áður en lestin kom svo með alla sýna ljósadýrð og ljúfu jólatóna. Einnig hafði stór hópur fólks safnast saman á öðrum stöðum sem lestin stoppaði á, staðir eins og Spöngin og við Smáralind. 

 Það er virkilega skemmtilegt að sjá allt þetta fólk safnast saman á þeim stöðum sem er þeim næst en margir eiga sér líka sinn uppáhaldsstað þó svo að hann sé langt frá heimaslóðum. Til að mynda er mikið af fólki sem safnast saman í myrkrinu í Heiðimörk og upplifir þar sannkallaða jólaupplifun þegar lestin keyrir með ljósin og tónlistina í gegnum myrkrið eins og sjálfur jólasveinninn sé að svífa í gegnum himininn. 

Við þökkum öllum fyrir að taka þátt í þessu með okkur og óskum öllum gleðilegrar hátíðar!

Hér er hægt að sjá skemmtilegt myndband frá þessum frábæra degi

Jólalest Coca-Cola